Hroki

„[...] þetta er okkar Reykjavík.“

Hvað með okkur hin, sem þurfum að sitja undir þessum farsa og hlusta á skrílinn æpa kjörna fulltrúa okkar í kaf? Er þetta ekki líka „okkar Reykjavík“?

Það er ömurlegt að horfa á lýðræðið öskrað í kaf. Í beinni.


mbl.is Mótmælendur yfirgefa Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: argur

Lýðræðið ?!  Ólafur F. er ekki kosinn borgarstjóri á lýðræðislegan hátt og nú þurfa borgarbúar að sætta sig við að málefni hans verði í forgangi þrátt fyrir að hann hafi einungis fengið brot atkvæða í lýðræðislegum kosningum.

argur, 24.1.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: einhvur

Til upplýsingar skal bent á að borgarstjóri í Reykjavík er ekki kjörinn beinni kosningu. Borgarstjóri þarf hins vegar að njóta stuðnings fulltrúa meirihluta borgarbúa. Það gerir Ólafur F. nú, rétt eins og Dagur B. á undan honum og þar á undan Vilhjálmur Þ., Steinunn V., Þórólfur, Ingibjörg S. o.s.frv.

ÞAÐ er lýðræði.

einhvur, 24.1.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: corvus corax

Vargur, þú veist greinilega ekkert um hvað lýðræðið snýst. Það þýðir að naumur meirihluti (t.d. 51) kúga tæpan minnihluta (t.d. 50). Lýðræðið er ævinlega til ama og leiðinda og skilar engu nema hrossakaupum og bitlingabraski. Einræðið er það eina sem virka eins og Davíð Oddsson hefur alltaf beitt því í dulargervi lýðræðisins.

corvus corax, 24.1.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Fröken M

Ég held að reykvíkingar sem eru komnir af menntaskólaaldri, hættir að drekka romm og reykja pípur í morgunmat ættu að fara mótmæla þessum hippum.

Þetta var fáránlegt.

Fröken M, 24.1.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband