So long, and thanks for all the fish

Ég ákvað snemma á þessu ári að taka áskorun um að skrifa hér stutta pistla þar sem ég myndi lýsa mínum skoðunum "óþvegnum" á því sem ég hefði hvað ákveðnastar skoðanir á í fréttum og fréttaflutningi mbl.is.

Við þá ákvörðun stóð ég frammi fyrir vali:
1) Vildi ég birta nafn mitt, kannski mynd og áhugamál, hvaða lög ég væri að hlusta á og almennt flækja minni persónu eitthvað í umræðuna, eða
2) vildi ég birta skoðanir mínar og þau rök sem væru fyrir þeim eingöngu, án þess að trana "mér" að öðru leyti fram?

Ég tel mínar skoðanir standa sjálfar ágætlega fyrir sínu og hef enga lyst á að gefa fólki færi á að drepa málflutningi mínum á dreif með vangaveltum um starfið mitt, leiguíbúðina mína, köttinn minn, ættingja mína, útlit mitt, nú eða nokkuð annað en orðin mín. Það er jú kjarninn í rökræðu. Að málflutningurinn standi og falli með þeim rökum sem fyrir honum er færður, en ekki verði hlaupið í eitthvað "föðurvald" með úr hvaða kjöti orðin velta út.

Ég valdi því dyr nr. 1).

Nú hefur mbl.is ákveðið að loka þeim og þar með þessum hluta frjálsra skoðanaskipta. Í rauninni er ekkert við því að segja. Nema kannski að it was fun while it lasted. Frelsi er enda ekki sjálfgefið, hvorki málfrelsi né annað. Moggamönnum ber engin skylda til að þjónusta blaðurhneigð okkar sem lesum fréttir þeirra. Á mbl.is hafa þó í það minnsta liðist um nokkurt skeið þessi frjálsu skoðanaskipti um fréttir, ólíkt t.d. vefnum visir.is, þar sem auðvitað lýðst ekki að hver sem er (eða nokkur) fari að úttala sig um hinn daglega boðskap Baugs. Kannski þessi breyting mbl.is sé gerð til að liðka um fyrir hinu nýja eignarhaldi Baugsins? Ég ætla í öllu falli ekki að elta ólar við það, heldur þakka einfaldlega fyrir gagnleg skoðanaskipti. Og kveð.

Só long.


Ósmekklegur hroki

Þegar þetta er skrifað er þetta fyrsta frétt á mbl.is. Og hvað ætli reynist svo vera af kjöti á þessum beinum? Fáar, rýrar tutlur, þegar að er gáð. "Fréttin" er að mestu samsuða úr klisjukenndum slagorðayfirlýsingum þeirra öfgamanna sem standa lengst úti á kanti í þessari deilu, blindaðir af eigin trúarhita. Fyrst þó er í greininni vitnað til bandarísks stjórnmálafræðings, sem starfar við að veita bandarískum stjórnvöldum og fyrirtækjum ráðgjöf varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjana og stjórnmálalega áhættu. Ekki verður ráðið af fréttinni, heimasíðu stjórnmálafræðingsins eða á Wikipediu-síðu um manninn að hann þekki nokkuð til, hafi rannsakað eða yfirhöfuð tjáð sig um Ísland í einu eða öðru formi. Nokkurn tímann. Þvert á móti virðist starf hans og fyrirtækis hans snúast um ríki á borð við Nígeríu, Úkraínu og Pakistan. Erfitt er að sjá hvaða innsýn sjtórnmálaátök í þessum ríkjum veita í það ástand við eigum við að glíma hér á landi, enda er í greininni ekki vísað í eitt einasta komment stjórnmálafræðingsins um Ísland. Að loknum hinum óljósu almennu staðhæfðingum bandaríska stjórnmálafræðingsins tekur svo við mígreni-valdandi slagorðaflaumur hinna þreyttu og útbrunnu öfgamanna: - Fyrst er nefnd til sögunnar Eva Hauksdóttir, sem í greininni segir sig og sína klíku fyrst munu nota raddir sínar, þá hendur og loks ef til vill axir. Veei, við sem höfum horft upp á skrílinn sem er í för með Evu "nota hendur sínar" til að brjóta og bramla getum þá átt von á að hann taki næst upp á því að voma yfir okkur íbúunum með öxum reiddum til höggs. Skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur. Annars virðist fólk vera að vakna til vitundar um að Eva þessi beri kannski ekki akkúrat velferð þjóðarinnar fyrir brjósti í "her"ferð sinni, einkum eftir að hún lét út úr sér á heimasíðu sinni, undir fyrirsögninni "sveltum svínið": "Íslenska þjóð, ég hef skömm á þér. Þú átt skilið að svelta.". Í næstu "aðgerð" sem Eva boðaði ítrekað til eftir þetta - "Bessastaðir á mánudag -fjölmennum"! "mætum öll"! – mættu tíu manns... - Fleiri óvilhallir álitsgjafar eru nefndir til sögunnar í þessari Bloomberg grein: Stefán Pálsson, sem kynntur er sem fyrrum forystumaður Félags herstöðvaandstæðinga. Alveg ótrúlegt en satt telur Stefán þessi að mótmælum kunni að fjölga. Sannarlega óvænt frá Stefáni. Því næst leeggur Stefán eldri borgurum landsins í munn þau orð að skríllinn sem braust á dögunum inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu hafi "haft rétt fyrir sér". Smekklegt, Stefán. - Nú af því að í þessari frétt er augljóslega keppst við að ná í sem hlutlausasta áltsgjafa til að gefa sem óbrenglaðasta mynd af ástandinu er einnig leitað til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, bankaráðskommisar í Seðlabanka með meiru, sem slær jú aldrei fram gífuryrðum eða talar í slagorðastíl, ekki satt? Reyndar er lítið haft eftir Hólmsteininum í þessari "frétt", nema helst að við megum búast við að kjör landsmanna rýrni aftur í það sem þau voru öðru hvoru megin við aldamót, auk þess sem hann virðist vera búinn að rannsaka háttsemi bankamanna og stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins og komist að því að þeir hafi ekki hagað sér "mikið verr" en starfsbræður þeirra erlendis. En hvað það kemur nú líka á óvart. - Steininn tekur þó fyrst úr þegar farið er að vitna í aðalheimildarmann fréttarinnar, einhvurn Þórhall Vilhjálmsson "markaðsfræðing". "Þórhallur" þessi, rétt eins og Eva Hauksdóttir í svelti-bölbænum sínum sem minnst var á hér að ofan, telur rétt að gera líka sitt í að lýsa frati á okkur íslensku þjóðina með þessari lýsingu á okkar hlutverki í alþjóðakreppunni, enda er jú í tísku að sparka í og hæðast að þessari þjóð sem markaðsfræðingar og nornir sjá sem svo heimska og ömurlega: “The West is having this great, long cocktail party, and then, late in the evening, in comes this cute little dwarf, Iceland. And he gets drunk.” Veerulega klassý. En þetta "Þórhall" vill nú bæta um betur, ekki vera bara eins og allir hinir vælukjóarnir. Nú þegar þjóðin liggur í fósturstellingum yfir bankahruninu virðist útsýni hennar vera helst yfir naflann á sér. Því hefur allur vælukórinn um uppgjör og afsagnir, opinberar hýðingar og fiðurtjarganir byggst á því að bankarnir hafi hrunið vegna lævísra klækja, græðgi og yfirlagðrar illmennsku úrkynjaðrar klíku pólitíkusa og bankamanna (hverjum hefði dottið í hug að bankamenn væru svona illa innrættir?). Kreppan skall ekki harðast á hér á landi. Hún skall BARA á hér á landi. Annars staðar í heiminum ríkir bara heiðríkja og blíða, þar sem íbúarnir dansa um með fullan maga, bros á vör og tíu atvinnutilboð hver upp á vasann. Að vísu leyfa einstaka menn sér að benda á að atvinnuleysi er t.d. nú miklu hærra í Bandaríkjunum - að ekki sé minnst á mörg ríki ESB, sem þú búa við undragjaldmiðilinn Evru sem allt getur læknað - samanber til dæmis sjálfan greinarhöfund Bloomberg-stykkisins, sem lýsir Íslandi þannig að það sé "this land devastated by the global financial meltdown". En nei, við Íslendingar erum svo svakalega meiddir, það er búið að velta yfir okkum þvílíkum órétti að við hljótum hreinlega vera að fara að fara að svelta - eða farast úr geislun af völdum kjarnorkusprengingar???!?! Það er a.m.k. niðurstaðan ef maður á að leggja einhvern trúnað í orð þessa furðumanns "Þórhalls" (getur verið að það sé í alvörunni til einhver manneskja sem lét þetta út úr sér?), sem LEYFIR sér að líkja stöðu okkar eftir að þessir bankar fóru á hausinn við ástandið í úkraínsku borginni Chernobyl, eftir að þar varð eitt versta kjarnorkuslys sögunnar árið 1986: “Iceland right now is like Chernobyl after the blast.” Til áréttingar: Þegar í kjölfar slyssins létust tugir manna af völdum geislunar og hundruðir í viðbót veiktust alvarlega. Borgin Chernobyl var lögð í eyði af völdum þessara hamfara og á annað hundrað þúsunda manna voru flutt þaðan á brott. Grunnvatn, plöntu- og dýralíf varð fyrir óbætanlegum skaða í mörg hundruð kílómetra radíus og geislavirkt ský lagðist yfir stóran hluta Mið-, Norður- og Vestur-Evrópu, með ómældum heilsufarsskaða fyrir íbúa og umhverfi. Og þetta "Þórhall" LEYFIR SÉR að bera bankaprumpið uppi á Íslandi saman við ÞETTA?!?!?! Hún er búin að vera mörg, hégómleg sjálfsvorkunnin í kjölfar bankahrunsins hér á landi, en þetta hlýtur að vera einhver allra ósmekklegasti hroki sem nokkur vælarinn hefur hingað til sýnt af sér.
mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aulahrollur

Ég fæ jafnan aðkenningu að aulahrolli þegar ég heyri af tvískinnungi Bandaríkjamanna þegar kemur að því að banna efni í sjónvarpi og bíómyndum. Eins og alkunna er þá eru nær engar hömlur á því þar í landi hvað má sýna í sjónvarpi og kvikmyndum af hrottafengnu og viðbjóðslegu ofbeldi. Manneskjur má sneiða, hræra, hakka, steikja, sjóða, skjóta, hengja og drekkja, jafnvel í sjónvarpi á þeim tímum sólarhrings þegar börn sitja gjarnan og glápa, án þess að hátt hljóð heyrist úr horni almennings. Það fer svo sem ágætlega saman við þá fílósófíu að það sé jú hlutverk foreldra að gæta að því að börn þeirra sitji ekki og glápi á hvað sem er í sjónvarpi. Gott og vel, virkar fínt fyrir mig. Hins vegar snýst dæmið við þegar kemur að því að sýna nekt í einhverju formi, hvað þá ástaratlot fólks. Þá spretta hinir púrítönsku amerísku heittrúarmenn á fætur hver af öðrum og þruma um að slíkt verði að banna og gera útlægt. Hlægilegur, eða grátlegur, tvískinnungur.

Víkur nú sögunni í útvarpsfréttir í gær. Þar hlustaði ég á frásögn af viðtökum þeim sem þetta unga fólk af Suðurnesjunum fékk þegar það hugðist bjóða kaupóðum almúganum í Kringlunni ókeypis faðmlög. Jú, vegfarendum virtist líka uppátækið vel, en ekki leið á löngu þar til á staðinn var mættur ábúðafullur öryggisvörður sem tók greinilega sjálfan sig og starf sitt allt of alvarlega og rak faðmendurna á dyr! Nú skal það ítrekað að þetta eru tveir grunnskólanemendur sem voru þarna með kennaranum sínum!! Jæja, unga fólkið lét ekki bugast heldur hélt yfir í hina helstu Mekku kaupæðisins, Smárann. Þar rétt tókst að úthluta einhverjum faðmlögum í viðbót áður en sama sagan endurtók sig. Úniformaðir öryggisverðir hentu fólkinu út fyrir ósvinnuna! Og hver voru svo rökin fyrir að fleygja þessu unga fólki á dyr? Jú (haldið ykkur, lesendur góðir, hér koma sko rök sem fá ykkur að öðrum kosti til að falla í stafi), töluverð hætta var talin á að annað fólk myndi taka til við að herma eftir unga fólkinu og faðma hvert annað, en það myndi augljóslega auka HÆTTUNA Á VESKJAÞJÓFNAÐI!!!

Þegar ég hlustaði á þessa rakalausu ofsahræðslu-þvælu, sem ég hélt að Ameríkumenn væru næsta einir um að láta stýra lífi sínu, þá fann ég fyrrnefndan aulahroll hríslast upp eftir bakinu á mér... Brrr!


mbl.is Kærleikslausar kauphallir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skríllinn pissar á sig

Áfram heldur þessi aumkunarverða hegðun að verða vandræðalegri og eymingjalegri. Slagsmál við lögreglu, málningarslettur, eggjakast, aðsúgur að Baugi júníor og nú rúðubrot hjá Fjármálaeftirlitinu. Hversu mikið meira af "réttlátri reiði" þarf skríllinn að fá útrás fyrir (með tilheyrandi útgjöldum okkar skattgreiðenda) áður en við segjum að nóg sé komið af þessu rúnki?

mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðið lætur undan

Rétt eins og á hinum Norðurlöndunum, einkum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, þá erum við hægt og rólega að komast að því að náungi okkar er e.t.v. ekki jafn vel innrættur og við héldum. Ákveðinn hluti þjóðarinnar, rétt eins og mannsskepnunnar í heild, er siðblind.

Þetta á við um Þjóðverjana sem sáu ekkert athugavert við uppgang nasismans á millistríðsárunum og litu undan þegar Hitler tók við ofsóknir og síðan slátrun á milljónum manna.

Þetta á við um útlendingahatarana sem moka að sér fylgi á hinum Norðurlöndunum gegn loforðum um alls kyns ofsóknir og níð á fólki af öðrum uppruna en það sjálft.

Og þetta á við um þá sem telja að það að múgur veitist að hinum seinheppna Baugi júníor og grýti hann með snjóboltum sé einhvern veginn bara allt í lagi og engin vísbending um að við séum sem þjóðfélag að sökkva niður á lægra plan.

Í öllum tilvikum hefst slík afsiðun með litlum hlutum. Það er alls staðar þessi fyrsti "saklausi" snjóbolti. Við verðum svo sem samfélag - sem manneskjur - dæmd af okkar viðbrögðum við honum.


mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krakkaskrílslæti

Þau eru að fara að skiptast í tvennt, „mótmælin“ gegn „ástandinu“ sem við þurfum að búa við þessa dagana:
- Annars vegar eru vikulegir fundir Harðar Torfasonar, sem nokkur þúsund manns sóttu á tímabili en nú nenna ekki nema nokkur hundruð að mæta á. Þessi grátkór virðist vera á leið úr tísku eins og sturlaði Sturla og vörubílstjórageðveikin á sínum tíma.
- Hins vegar er skríllinn, að mestu samsettur úr gargandi krökkum, sem fylgir Evu Hauksdóttur verslunarkonu í Nornabúðinni og syni hennar umhverfisaktivistanum. 20-30 manna kjarnanum úr þessum hópi tókst loksins að vekja athygli á sér þegar meðlimir hans stöðvuðu umferð á einhverri götu í Reykjavík og lögreglan plokkaði þá af götunni. Síðan hafa þeir hengt sig við vinnuvélar við Kárahnjúka, brotist inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu, stundað galdra-gjörninga fyrir framan Stjórnarráðið, reynt að brjótast inn í Seðlabanka, grýtt opinberar stofnanir með eggjum og öðrum matvælum, öskrað á Siv Friðleifsdóttur af þingpöllum, stympast við lögreglu fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Allt var þetta þó útmálað sem mikil fjöldamótmæli fólksins í landinu. Töluvert afrek hjá litlum hópi öfga-umhverfissinnaðra krakka í leit að tilgangi í lífinu. Bravó, skríll. Eruð þið búin að ljúka ykkur af? Getum við nú farið að snúa okkur að einhverju gáfulegra, eins og t.d. að bretta upp ermar og fara að endurbyggja efnahag þessa lands? Eða eigum við að halda áfram svolítið lengur að velta okkur vælandi um í sjálfsvorkunn og barnalegum kenjum með tilheyrandi tilgangslausum öskrum og skrækjum?
mbl.is Ruddust inn í Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni borgar sig!

Auðvitað á maður að versla hjá þeim sem pína Öskjuhlíðar-þremenningana til að halda niðri verðinu. Rétt eins og maður ætti að fljúga með þeim sem halda uppi samkeppni við Icelandair. Hér eru afsakanirnar enn færri, því bensín er bara bensín og þessir eru með útsölustaði út um allt.

Farinn að fylla á bílinn...


mbl.is Atlantsolía lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru lausnirnar, Skalla-Grímur?

Steingrímur Joð er sestur við það sama, að tuða úti í horni yfir því sem verið er að reyna að gera, án þess að leggja einn einasta hlut sjálfur til málanna. Hvar eru hans hugmyndir að lausn á núverandi vanda?

Hann rak fljótlega í vörðurnar þegar í ljós kom að Norðmenn voru alls ekki til að reynast þeir allsherjar-lausnarar sem hann hafði vonast til. Þegar ljóst var að engar norskar krónur kæmu okkur til aðstoðar fyrr en IMF væri búið að blessa áformin kom jafnframt í ljós að Steingrímur gamli var jafnframt uppiskroppa með hugmyndir að lausn.

Og tók því við að róa tuldrandi fram í gráðið, sem fyrr.


mbl.is „Ekkert má út af bera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamslaus yfirgangur

Það er alveg hreint ótrúlegt að þessi "fréttamaður" skuli vera svo blindur að skammast sín ekki niður í tær fyrir þennan frekjulega yfirgang, heldur bæir um ósvífnina og birtir þetta á eigin vefsíðu (væntanlega með leyfi RÚV).

Hann æsir sig upp úr öllu valdi þegar hann fær ekki þau svör sem honum hentar og æpir á forsætisráðherra okkar eins og hann sé óþekkur skólastrákur.

Hneisa.


mbl.is Gengur burt úr viðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaprófessor Samfylkingarinnar

Ömurlegt þegar pólitíkusar sveipa sig skikkju „fræðimennsku“ sem yfirvarp til að koma sínum ramm-pólitísku skoðunum á framfæri.

Hér er augljóslega á ferðinni fátt annað en lítt dulin von prófessorsins um að íhaldinu verði sparkað og svo dönsum við oll syngjandi og trallandi inn í rósrauða framtíð í faðmi ESB og gleymum öllu um fiskimiðin okkar, sjálfstæði og sjálfsvirðingu, svona rétt eftir að búið er að svínbeygja okkur í duftið í krafti ESB-yfirburða með hótunum um EES-uppsögn.

Fuss!


mbl.is Segir bresti í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband