Ósmekklegur hroki

Þegar þetta er skrifað er þetta fyrsta frétt á mbl.is. Og hvað ætli reynist svo vera af kjöti á þessum beinum? Fáar, rýrar tutlur, þegar að er gáð. "Fréttin" er að mestu samsuða úr klisjukenndum slagorðayfirlýsingum þeirra öfgamanna sem standa lengst úti á kanti í þessari deilu, blindaðir af eigin trúarhita. Fyrst þó er í greininni vitnað til bandarísks stjórnmálafræðings, sem starfar við að veita bandarískum stjórnvöldum og fyrirtækjum ráðgjöf varðandi utanríkisstefnu Bandaríkjana og stjórnmálalega áhættu. Ekki verður ráðið af fréttinni, heimasíðu stjórnmálafræðingsins eða á Wikipediu-síðu um manninn að hann þekki nokkuð til, hafi rannsakað eða yfirhöfuð tjáð sig um Ísland í einu eða öðru formi. Nokkurn tímann. Þvert á móti virðist starf hans og fyrirtækis hans snúast um ríki á borð við Nígeríu, Úkraínu og Pakistan. Erfitt er að sjá hvaða innsýn sjtórnmálaátök í þessum ríkjum veita í það ástand við eigum við að glíma hér á landi, enda er í greininni ekki vísað í eitt einasta komment stjórnmálafræðingsins um Ísland. Að loknum hinum óljósu almennu staðhæfðingum bandaríska stjórnmálafræðingsins tekur svo við mígreni-valdandi slagorðaflaumur hinna þreyttu og útbrunnu öfgamanna: - Fyrst er nefnd til sögunnar Eva Hauksdóttir, sem í greininni segir sig og sína klíku fyrst munu nota raddir sínar, þá hendur og loks ef til vill axir. Veei, við sem höfum horft upp á skrílinn sem er í för með Evu "nota hendur sínar" til að brjóta og bramla getum þá átt von á að hann taki næst upp á því að voma yfir okkur íbúunum með öxum reiddum til höggs. Skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur. Annars virðist fólk vera að vakna til vitundar um að Eva þessi beri kannski ekki akkúrat velferð þjóðarinnar fyrir brjósti í "her"ferð sinni, einkum eftir að hún lét út úr sér á heimasíðu sinni, undir fyrirsögninni "sveltum svínið": "Íslenska þjóð, ég hef skömm á þér. Þú átt skilið að svelta.". Í næstu "aðgerð" sem Eva boðaði ítrekað til eftir þetta - "Bessastaðir á mánudag -fjölmennum"! "mætum öll"! – mættu tíu manns... - Fleiri óvilhallir álitsgjafar eru nefndir til sögunnar í þessari Bloomberg grein: Stefán Pálsson, sem kynntur er sem fyrrum forystumaður Félags herstöðvaandstæðinga. Alveg ótrúlegt en satt telur Stefán þessi að mótmælum kunni að fjölga. Sannarlega óvænt frá Stefáni. Því næst leeggur Stefán eldri borgurum landsins í munn þau orð að skríllinn sem braust á dögunum inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu hafi "haft rétt fyrir sér". Smekklegt, Stefán. - Nú af því að í þessari frétt er augljóslega keppst við að ná í sem hlutlausasta áltsgjafa til að gefa sem óbrenglaðasta mynd af ástandinu er einnig leitað til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, bankaráðskommisar í Seðlabanka með meiru, sem slær jú aldrei fram gífuryrðum eða talar í slagorðastíl, ekki satt? Reyndar er lítið haft eftir Hólmsteininum í þessari "frétt", nema helst að við megum búast við að kjör landsmanna rýrni aftur í það sem þau voru öðru hvoru megin við aldamót, auk þess sem hann virðist vera búinn að rannsaka háttsemi bankamanna og stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins og komist að því að þeir hafi ekki hagað sér "mikið verr" en starfsbræður þeirra erlendis. En hvað það kemur nú líka á óvart. - Steininn tekur þó fyrst úr þegar farið er að vitna í aðalheimildarmann fréttarinnar, einhvurn Þórhall Vilhjálmsson "markaðsfræðing". "Þórhallur" þessi, rétt eins og Eva Hauksdóttir í svelti-bölbænum sínum sem minnst var á hér að ofan, telur rétt að gera líka sitt í að lýsa frati á okkur íslensku þjóðina með þessari lýsingu á okkar hlutverki í alþjóðakreppunni, enda er jú í tísku að sparka í og hæðast að þessari þjóð sem markaðsfræðingar og nornir sjá sem svo heimska og ömurlega: “The West is having this great, long cocktail party, and then, late in the evening, in comes this cute little dwarf, Iceland. And he gets drunk.” Veerulega klassý. En þetta "Þórhall" vill nú bæta um betur, ekki vera bara eins og allir hinir vælukjóarnir. Nú þegar þjóðin liggur í fósturstellingum yfir bankahruninu virðist útsýni hennar vera helst yfir naflann á sér. Því hefur allur vælukórinn um uppgjör og afsagnir, opinberar hýðingar og fiðurtjarganir byggst á því að bankarnir hafi hrunið vegna lævísra klækja, græðgi og yfirlagðrar illmennsku úrkynjaðrar klíku pólitíkusa og bankamanna (hverjum hefði dottið í hug að bankamenn væru svona illa innrættir?). Kreppan skall ekki harðast á hér á landi. Hún skall BARA á hér á landi. Annars staðar í heiminum ríkir bara heiðríkja og blíða, þar sem íbúarnir dansa um með fullan maga, bros á vör og tíu atvinnutilboð hver upp á vasann. Að vísu leyfa einstaka menn sér að benda á að atvinnuleysi er t.d. nú miklu hærra í Bandaríkjunum - að ekki sé minnst á mörg ríki ESB, sem þú búa við undragjaldmiðilinn Evru sem allt getur læknað - samanber til dæmis sjálfan greinarhöfund Bloomberg-stykkisins, sem lýsir Íslandi þannig að það sé "this land devastated by the global financial meltdown". En nei, við Íslendingar erum svo svakalega meiddir, það er búið að velta yfir okkum þvílíkum órétti að við hljótum hreinlega vera að fara að fara að svelta - eða farast úr geislun af völdum kjarnorkusprengingar???!?! Það er a.m.k. niðurstaðan ef maður á að leggja einhvern trúnað í orð þessa furðumanns "Þórhalls" (getur verið að það sé í alvörunni til einhver manneskja sem lét þetta út úr sér?), sem LEYFIR sér að líkja stöðu okkar eftir að þessir bankar fóru á hausinn við ástandið í úkraínsku borginni Chernobyl, eftir að þar varð eitt versta kjarnorkuslys sögunnar árið 1986: “Iceland right now is like Chernobyl after the blast.” Til áréttingar: Þegar í kjölfar slyssins létust tugir manna af völdum geislunar og hundruðir í viðbót veiktust alvarlega. Borgin Chernobyl var lögð í eyði af völdum þessara hamfara og á annað hundrað þúsunda manna voru flutt þaðan á brott. Grunnvatn, plöntu- og dýralíf varð fyrir óbætanlegum skaða í mörg hundruð kílómetra radíus og geislavirkt ský lagðist yfir stóran hluta Mið-, Norður- og Vestur-Evrópu, með ómældum heilsufarsskaða fyrir íbúa og umhverfi. Og þetta "Þórhall" LEYFIR SÉR að bera bankaprumpið uppi á Íslandi saman við ÞETTA?!?!?! Hún er búin að vera mörg, hégómleg sjálfsvorkunnin í kjölfar bankahrunsins hér á landi, en þetta hlýtur að vera einhver allra ósmekklegasti hroki sem nokkur vælarinn hefur hingað til sýnt af sér.
mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góður pistill hjá þér.

Slæmt að einstaklingur eins og þú fái ekki að tengja blog við fréttir eftir áramót vegna nafnleysis.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.12.2008 kl. 11:58

2 identicon

Samlíkingin við Chernobyl er út í hött. Hrein og klár vanvirðing við þær þúsundir sem létu lífið og urðu fyrir geislun. Hér hefur enginn dáið enn af kreppuvöldum (svo ég best viti). Ástandið er slæmt en að líkja saman fjárhagsvanda og einu stórkostlegasta umhverfisslysi sögunnar er fáránlegt.

Hneykslaður (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 13:42

3 identicon

Með Chernobyl er þá ekki verið að tala um myndlíkingu  s.s. Fleiri fórust eða áttu um bágt að binda eftir slysið heldur í slysinu sjálfu.
Þ.e.a.s  við erum stödd í "slysinu" og eftirmálar eiga eftir að verða ennþá verri.

Við erum s.s. stödd í geislavirku ryki þing- og bankamanna 

halldor (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband