18.12.2008 | 11:38
Skríllinn pissar á sig
Áfram heldur þessi aumkunarverða hegðun að verða vandræðalegri og eymingjalegri. Slagsmál við lögreglu, málningarslettur, eggjakast, aðsúgur að Baugi júníor og nú rúðubrot hjá Fjármálaeftirlitinu. Hversu mikið meira af "réttlátri reiði" þarf skríllinn að fá útrás fyrir (með tilheyrandi útgjöldum okkar skattgreiðenda) áður en við segjum að nóg sé komið af þessu rúnki?
Rúður brotnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar allir sem báru ábyrgð hafa farið að fordæmi Tryggva Jónssonar.
Nonni, 18.12.2008 kl. 11:47
Þú ert ekki hættur einhvur... jahérna.
Ég fagna þessum aðgerðum mótmælendanna.
Ríkisstjórnin hlustar ekki á svokölluð friðsöm mótmæli. Þetta var ágætis framtak hjá Herði Torfa... en ekkert gerðist.
Þannig að, þá er annaðhvort að hætta þessu, fara heim og leggja sig, eða halda áfram mótmælum. Mótmælum sem hlustað er á.
ThoR-E, 18.12.2008 kl. 12:00
jæja hvernig ætlaru að láta mig fá þessar 5 minútur sem ég er búin að sóa í að skoða þetta aumkunarverða blogg þitt,þú kemur undir engu nafni,engin mynd ekki neitt,rétt eins og þetta lélega orðainnskot þitt hérna á þessari síðu,hefur þú kannski einhverja betri lausn eða þér finnst bara gott að láta ríða þér í rassinn af stjórnvöldum?
Jón Pálsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:01
?????????????
Ég skil ekki fólk eins og þig og mun aldrei skilja ykkar tegund.
Þú ert greinilega ekki í sambandi við raunveruleikann.
Ástandið er skelfilegt og þú gefur skít í mótmælendur.
Hvernig dirfist þú.
Ertu blindur???
Sérðu ekki hvað er að gerast á landinu??. Ástandið á eftir að versna. Kreppan er rétt að byrja. 9000 án atvinnu núna.
Eggert (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:04
Ace: Nei, ég er ekki hættur, en þú ert hins vegar farinn að endurtaka þig. Vísa í svar mitt 17.12.2008 kl. 11:44 við sams konar athugasemd þinni við fyrri færslu mína hér:
http://opolitik.blog.is/blog/opolitik/entry/747348/#comments
"Jón Pálsson": Eeeeeinmitt. Og þú ætlast kannski til þess að einhver taki mark á þér? Aaaaaaaahahahahahahaha! Það er fátt aumkunarverðara en sá sem rökfæðin neyðir til að kalla þá sem hann er ósammála ljótum nöfnum. Ég vorkenni þér.
einhvur, 18.12.2008 kl. 12:09
Eggert: Hvernig dirfist ég? Hvernig dirfist ÉG??? Að gera hvað? Grýta hlutum í annað fólk, öskra á það eða mölva rúður? Neeeei, minn glæpur er allt annar og meiri greinilega. Hann er sá að ég leyfi mér að segja mína skoðun. Já það er nú meiri andskotans bryðjandi frekjan að leyfa sér þvílíkt og annað eins.
Makalaust hvað það er grunnt á „haltu kjafti“-stefnuna (sem rætt er um hér í athugasemdum við fyrri pistil minn) þegar "réttláta reiðin" fær útrás. Þegar það gerist skal sko hver sá sem ekki er sammála að hengja og skjóta alla helvítis þrjóta bara skjálfa ÞEGJANDI af ótta. Þetta er sannarlega aumkunarverður málflutningur hjá þér. Sérðu það virkilega ekki?
einhvur, 18.12.2008 kl. 12:15
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Eggert (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:31
Eggert: Sömuleiðis.
einhvur, 18.12.2008 kl. 12:35
einhvur, þú ert snillingur og ert kominn í bookmarks hjá mér ;) magnað alveg hreint á þessu boggabloggi að um leið og maður er farinn að lýsa andstæðri skoðun hinna þ.e.a.s. að maður lýsi því yfir að maður sé á móti mótmælunum, þá er maður skotinn niður sem hrokafullur sjálfstæðismaður! haltu áfram skemmtilegum skrifum, greinilegt að þú hefur mikið að segja og flott að sjá einhvern sem getur actually fært rök fyrir skoðunum sínum, en þarf ekki að henda fram niðrandi ummælum um haltu kjafti stefnu og pedófílum (datt inní önnur blogg hjá þér). þú ert flottur ;)
sigrún (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:58
Sá eini sem mígur í skó sinn ert þú "einhvur" fyrir að skilja ekki gang mála og það hræðilega ástand sem er á gjladþrota eyjunni okkar.
Skarfurinn, 18.12.2008 kl. 12:59
Skarfurinn: Þakka afar hlý orð í minn garð. Alltaf gaman að reka menn á gat.
Samhryggist þér með rakaleysið. Vona að það brái af þér svo við getum átt vitrænar samræður.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár (til heiðurs Eggerti).
einhvur, 18.12.2008 kl. 13:11
haha einhvur þú ert frábær :) jón pálsson er reyndar greinilega líka mikill mannvinur og gleðipinni
jói (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 14:14
Mér finnst þetta vera miklar hetjur sem standa að þessum mótmælum og vil ég hvetja þau til enn frekari dáða. Þau mættu alveg færa sig upp á skaftið og vera með fleiri og róttækari aðgerðir. Fjárhagslegt tjón af þessum aðgerðum er mjög lítið, einhverjir þúsundkallar. Ætli við séum ekki að borga allt að milljarð á viku í vexti af þeim lánum sem þurfti að taka vegna hrunsins.
Þau þurfa að passa sig að valda engum líkamlegum skaða, það gæti verið óheppilegt fyrir málstaðinn.
Þetta eru hetjur Íslands.
Fannar (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:40
Þegar ríkistjórnin hefur tekið ábyrgð og fangelsað þá sem eru sekir, þá er komið nóg.
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.12.2008 kl. 15:43
Skríllinn í þessu sambandi eru stjórnvöld. Hvergi á byggðu bóli er eins stór hópur af spilltum getuleysingjum og hérna. Vonandi fara stjórnvöld að veita fólkinu svör sem skýra það ástand sem skapast hefur í samfélaginu og draga svo til ábyrgðar þá sem valdið hafa þessu ástandi. Það er bæði "Hroki" og heimska að kalla fólkið "skríl" sem brotið er á. En það gefur sér enginn vit.
Krilli (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:57
Takk Fannar :) Gott að fá smá pepp þegar mikill hluti íslendinga virðist enn sofa værum svefni og ekki gera sér neina grein fyrir alvöru málsins....sorglegt, en satt! Held að fleiri séu þó að vakna af þyrnirósar-blundinum...loksins!
Heiða (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:57
Fannar: Mættu bara líka, þetta er ekki lokaður félagsskapur. Ef þú ert út á landi geturðu einnig skipulagt aðgerðir í þinni heimabyggð.
Einhvur: þetta er heldur ójafn leikur. Hvað heldur þú að þurfi að brjóta margar rúður til að ná upphæð IMF lánsins sem taka þurfti vegna aðgerðaleysis FME?
Gunnar (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:05
Já Gunnar, málið er það að ýmislegt fleira en aðgerðaleysi FME hefur orðið til þess að við þurftum að taka lán frá IMF. Það er kreppa víðar en hér heima og svo dæmi séu tekin stefnir Írland svipaða leið og við, ekki alveg eins alvarlegt kannski. Græðgi nokkurra einstaklinga sem skemmtu sér konunglega með fyrirtæki sín og starfsmenn þeirra, eins og Glitni, Sterling og fleira eiga töluvert stóran þátt í vandanum og ekki mikki en FME. Skil ekki alveg hvað þessu liði sem nýtur þess að skemma almenningseigur eins og rúður í FME gengur til en þetta er hvorki þeim né neinum öðrum til framdráttar. Þetta eru sannarlega ekki "hetjur Íslands". Maður heyrði líka þessar sömu raddir tala um mótmælandi vörubílstjóra sem settu daglegt líf okkar úr skorðum hér fyrr á árinu með umferðarhryðjuverkum sem "strákana okkar". Þær raddir þögnuðu smám saman þegar menn áttuðu sig betur á málinu. Þetta er eflaust að miklu leyti "atvinnumótmælendur" sem ferðast um og njóta þess að vera í andstöðu við allt og alla nokkurn veginn óháð málefninu.
Vona að menn átti sig á því sem fyrst og gleðileg jól.
jói (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:35
Þetta eru atvinnuskapandi aðgerðir, ekki veitir iðnaðarmönnum af auka verkefnum á þessum síðustu og verstu tímum. Annars er þetta ekki það hár kostnaður að það þurfi aukafjárlög til þess að dekka hann.
Fannar (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:22
Krilli: Jæja já, er skríllinn íslensk stjórnvöld? Og hvernig færðu það út? Hafa Solla og Skötubrosið gengið um bæinn, brjótandi rúður og ruðst gólandi inn á fólk á vinnustöðum þess, milli þess að tuskast við lögregluna? Neeei, rökin eru að þessir fulltrúa OKKAR séu "spilltir getuleysingjar". Hvorki meira né minna. Jasso. Ekkert sérstaklega um hvar sú spilling sé, eða í hverju getuleysið sé fólgið. Nei, þetta er bara "spilltur" "getulaus" "skríll". Krilli: Ef þú ætlar ekki einu sinni að reyna að færa rök fyrir máli þínu, hver er þá tilgangurinn með því að láta dæluna ganga?
Loks, varðandi það að það sé fólkið sem "brotið er á" sem hér sé kallaður skríll. Skoðum þessa staðhæfingu aðeins nánar: Nú er alveg ljóst hvaða fólk ég hef kallað skríl. Það er þessi 20-30 manna hópur sem fer um bæinn, hrellandi afgreiðslufólk í nýju ríkisbönkunum, grýtandi eggjum og mölvandi rúður. OK. Þetta er sum sé skríllinn. Og samkvæmt þér er ÞETTA fólkið sem "brotið er á"?? Það er ekki hægt að skilja þá fullyrðingu nema á tvennan hátt:
1) Þetta 20-30 tryppa krakkastóð varð eitthvað sérstaklega fyrir barðinu á því að bankarnir þrír skyldu falla og Ísland var kúgað til að taka yfir hluta af skuldbindingum þeirra. Neeei, það gengur augljóslega ekki upp. Ertu kannske með upplýsingar um að þetta fólk sé eitthvað að borga hærri skatta í sameiginlega sjóði en við restin af sauðsvörtum almúganum? Varla.
2) Hin skýringin er að þú sért að gefa í skyn að þetta eigi við um okkur öll, þ.e. að þar sem "brotið" var á okkur öllum landsmönnum þá sé okkur öllum heimilt að ganga nú berserksgang, reyna að brjótast inn í opinberar byggingar, útbía þar allt, brjóta og bramla og haga okkur eins og ýg dýr. Ef svo er þá er hér komið að kjarna málsins: Það er ekki einungis okkur til minnkunar sem samfélag ef við leyfum okkur að sökkva niður á þetta stig, heldur er þetta svo mikill aumingjaskapur. Sum okkar hafa tapað stórum hluta þess sparnaðar sem við áttum og frestað því enn lengur að við eygjum möguleika á að eignast eigið húsnæði. Annað fólk hefur misst eða mun missa vinnuna. Og hvað eigum við að gera við því? Væla og öskra og brjóta og bramla? Nei. Varð einhver fyrir örkuml vegna þessarar kreppu? Nei. Lét einhver lífið? Nei. Sveltur hér almenningur, eins og í þessum ríkjum sem við sjáum á sjonvarpsskjánum á hverjum degi, t.d. í ríkjum Afríku? Nei. Hvaða helvítis rétt hef ég þá til að skrækja og grenja á annað fólk og brjóta og klína út opinberar byggingar? Nákvæmlega engan. Enda hvað bætir það ástandið? Hvernig hjálpar það okkur að komast aftur á lappirnar? Á engan veg. Þessi hegðun er aumingjaleg, skammarleg, tilgangslaus, sjálfmiðuð, tilgerðarleg og er yfirfull af fyrirlitningu í garð annars fólks. "Sjáið mig skrækja, ég á svo bágt, bú-hú-hú." Opnaðu augun, við erum öll í þessu saman og þú átt engan rétt á að taka reiði þína út okkur hinum eða á sameiginlegum eigum okkar.
Gunnar: Jæja, er það nú orðið takmarkið? Fyrst að þurfa að taka risalán og svo að brjóta og bramla og eyðileggja fyrir sömu upphæð? Það er sum sé allt í lagi að eyðileggja fyrir lægri upphæð en nemur þessu helvítis láni?? Mig sundlar við að lesa svona þvælu. Þetta er eins og þegar Bússa-hálfvitinn réðst í hefndarstríð fyrir dráp rúmlega 3000 manna í Bandaríkjanna. Og hver er afraksturinn? Jú, margfalt fleiri í viðbót liggja dauðir. Jibbíkóla. Nei, við ættum að vera að bindast traustari böndum um að taka saman höndum um að leysa málin. Við ættum að vera að leggja ómerkilegar væringar til hliðar vegna þess að nú þurfum við virkilega á því að halda að standa saman. Við ættum að vera að berjast sem einn maður fyrir því að komast út úr þessu. Við ættum AUÐVITAÐ að tryggja að ÖLL HUGSANLEG BROT VERÐI RANNSÖKUÐ Í ÞAULA; SAKSÓTT OG ÞEIM STUNGIÐ INN SEM FUNDNIR VERÐA SEKIR. En þessi skríll virðist staðráðinn í að gera sitt ítrasta til að brjóta niður móralinn í okkur öllum með sínum daglegu grímuklæddu öskrum og tuski. Og það er ÞETTA sem er hinn raunverulegi kostnaður þessa niðurrifs, Fannar: Eldmóður okkar. Við erum nógu niðurbarin af atburðum síðustu mánaða án þess að við tætum hvert annað innan frá. Svo sitja fjölmiðlarnir blóðsjúgandi hjá með flíruglott, vitandi að enginn vill missa af því að horfa á árekstur. Þetta má t.d. augljóslega sjá af myndskeiðinu af því þegar skríllinn reyndi að brjótast inn í Fjármálaeftirlitið: Í kringum fámennan riðvaxinn lýðinn vomuðu fréttamenn og ljósmyndarar í þeirri von að ná nú nægilega krassandi myndum sem hægt væri að klína yfir forsíðuna á blöðunum sem mæta manni þegar maður vaknar morguninn eftir. Ömurlegt.
einhvur, 19.12.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.