Hvar eru lausnirnar, Skalla-Grímur?

Steingrímur Joð er sestur við það sama, að tuða úti í horni yfir því sem verið er að reyna að gera, án þess að leggja einn einasta hlut sjálfur til málanna. Hvar eru hans hugmyndir að lausn á núverandi vanda?

Hann rak fljótlega í vörðurnar þegar í ljós kom að Norðmenn voru alls ekki til að reynast þeir allsherjar-lausnarar sem hann hafði vonast til. Þegar ljóst var að engar norskar krónur kæmu okkur til aðstoðar fyrr en IMF væri búið að blessa áformin kom jafnframt í ljós að Steingrímur gamli var jafnframt uppiskroppa með hugmyndir að lausn.

Og tók því við að róa tuldrandi fram í gráðið, sem fyrr.


mbl.is „Ekkert má út af bera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SAMMÁLA

hann tuðar og tuðar - ætti karlinn ekki að snúa sér að því að styrkja þjoðina og koma okkur í gegnum þetta -hætta að draga allt niður

elisabet (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:32

2 identicon

Hefur þessi snillingur einhverntíma komið með einhverja lausn nema svartnætti og nyðurdrepandi raus .

gestur (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:39

3 identicon

Þetta er einmitt málið.

Trúir fólk því virkilega að Steingrímur og Ögmundur í VG séu mennirnir með með lausnirnar til þess að koma þjóðarbúinu á réttan kjöl aftur?

Það er með stjórnmálin eins og með lífið. Ef þú ert svartsýnn og bölsýnn yfir öllu (við skulum segja flestu til þess að alhæfa ekki) Þá eru engar líkur á því að þú náir árangri með það sem þú tekur þér fyrir hendur.

Þetta er það sem VG býður upp á.

Það er að vísu skiljanlegt að vissu leiti að VG hafi mikið fylgi i skoðanakönnunum þessa dagana þar sem þjóðfélagið allt er að ganga í gegnum mikla erfiðleika eins og er. Málið er bara það að við þurfum fólk sem hugsar í lausnum og framkvæmir með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Þannig náum við árangri. Ekki með bölsýni og þvermóðsku án raunverulegra lausna.

Bjartsýni, dugnaður, kraftur og þrautseigja það er málið.

Auk þess legg ég til að Davíð verði vikið úr seðlabankanum. Ég er farinn að setja hann undir sömu flokkun og Steingrím og Ögmund.

Geir á betra skilið en þetta bull í Davíð.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:56

4 identicon

Þetta er ansi blá síða. Það er verst fyrir ykkur að blóðrauður litur lekur á bakvið bláu einokunina. Sökinn er sú stærsta í sögu lýðveldisins.

Stjórnarandstaðann fær jafn litlar upplýsingar og við almenningur að vinna úr.

Þið kallið það nöldur ef menn setja út á slökustu stjórnvöld á norðurhveli jarðar.

Maðurinn hitti naglann á höfuðið svo oft að það fer gríðarlega í taugarnar á ykkur.

Við værum í allt öðrum og betri málum ef hans líkar hefðu verið við stjórn.

Það var EKKERT í gangi á Íslandi nema "góðæri á lánum"

Skammist ykkar fyrir hrokann og ófyrirleitnina. En við öðru er ekki að búast af fólki sem hefur verið allt of lengi við völd.

Umhugsunarlaust (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 05:52

5 Smámynd: einhvur

"En við öðru er ekki að búast af fólki sem hefur verið allt of lengi við völd."

Aaaaaaaaaaaaaaahahahahahahahahahaah!

Þetta er það allra allra bjánalegasta sem ég hef lesið í allan dag. Og hef ég þó lítið lesið nema froðusnakkið og rennandi pípandi þvaðrið í snargeggjuðum fjölmiðlum landsins.

Hef ég verið "allt of lengi við völd"?? Við hvaða helvítis "völd" hef ég verið?? Nokkurn tímann??? Þú berð svo sannarlega nafn með rentu.

Og ég gagnrýni bara stjórnmálamenn eins og mér sýnist, þakka þér kærlega fyrir, hvort sem þeir eru til hægri eða lengst úti í sovét eins og Steingrímur gamli, ef þeir ætla ekkert að gera við þessar aðstæður annað en væla og tuða án þess að koma með eina einustu hugmynd að því hvernig eigi að vinna sig út úr þessu ástandi. Slíkir menn eru gagnslausir og ég er í algerlega fullum rétti að benda á það.

einhvur, 6.12.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband