21.11.2008 | 15:53
Vanþakklæti og skammsýni
Að það skuli yfir höfuð einhver fást til að bjóða sig fram til Alþingis (hvað þá að um hvert sæti skuli vera hart barist):
- Mind-numbingly boring tuð alla daga,
- óreglulegur vinnutími, gjarnan fram á miðja nætur þegar loksins á að afgreiða mál rétt fyrir jól eða vor,
- ekkert atvinnuöryggi,
- rándýr prófkjör skilyrði þess að vinnusamningurinn fáist framlengdur
og það sem er ömurlegast af öllu:
- gjörsamlega gerspillt og vanþakklátt kjósendapakk sem heldur að það sé eitt í heiminum, gerir sér enga grein fyrir að við erum að ganga í gegnum heimskreppu og að þetta fólk er að gera sitt besta til að halda þjóðarskútunni á floti.
Reiði almennings? PAH! Þeir sem raunverulega fara halloka í þessu óveðri og eiga vart til hnífs og skeiðar sitja ekki og blogga í vælutón lon og don. Þið sem það gerið ættuð hins vegar að leggja frá ykkur latte-ið ykkar og hunskast til að fara að gera landi og þjóð gagn í stað þess að riðlast á eina fólkinu sem enn nennir að reyna að gera eitthvað fyrir þessa þjóð og fær ekkert fyrir nema skít og skömm.
Ráðherrar boða blaðamannafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 14:51
Vinir í raun
Sjáið þið fyrir ykkur að ef Ísland væri í sporum Finnlands yrði lagt í lántökur til að aðstoða þessa grannþjóð okkar?
Not bloody likely.
Þetta eru vinir í raun. Vafamál hvort við eigum þá skilið.
Þurfa að taka lán til að lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 14:32
Take THAT, Sarah Palin!
Það sorglega er að það á sennilega ekkert eftir að slá á geðveiki á borð við þá sem Palin/framsóknarmaddaman sýndi af sér, þegar hún óð upp í ræðustól Alþingis með rakalausar aðdróttanir og dylgjur um þennan Wess-mann og meinta "geldingu" sjúkrastofnana til að þjónka einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins, þó að sýnt sé fram á að um algjört púðurskot sé að ræða.
Palin á bara eftir að ana í næstu rakalausu dylgju. Það er fyrirséð.
Heimsókn að frumkvæði Róberts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 13:22
Sarah Palin!
http://www.mbl.is/mm/frettir/popup/mynd.html?imgid=483883
Þá veit maður hvert þessi Palin persóna fór þegar henni var hafnað í USA = það sama og aðrir landsbyggðar-uppgjafar-pólitíkusar: Hún gekk í Framsóknarflokkinn!
Róbert Wessmann í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 14:04
Hroki
[...] þetta er okkar Reykjavík.
Hvað með okkur hin, sem þurfum að sitja undir þessum farsa og hlusta á skrílinn æpa kjörna fulltrúa okkar í kaf? Er þetta ekki líka okkar Reykjavík?
Það er ömurlegt að horfa á lýðræðið öskrað í kaf. Í beinni.
Mótmælendur yfirgefa Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 13:59
„tæplega 6000“??
Bíddu, hvað varð um
Ef Ólafur vitnar í sín 6527 atkvæði skulum við gera slíkt hið sama - söfnum jafnmörgum undirskriftum!!!
(úr dreifibréfi með undirskriftarlistanum) ?
Frekar var þetta nú aumur afrakstur, ef staðreyndin er raunverulega sú að 75% borgarbúa er misboðið, eins og fráfarandi borgarstjóri lýsti yfir í sjónvarpsviðtali nú rétt í þessu. Aðspurður um hvort nú, þegar þessi niðurstaða lægi fyrir, væri ekki hlutverk allra fulltrúa borgarinnar í borgarstjórn að lægja öldur svo hægt verði að tryggja borgarstjórn starfsfrið, þá færðist hann undan og var ekki tilbúinn að samþykkja það. Frekar legst lítið fyrir hann, sem hafði um það stór orð þegar hann settist á borgarstjórastól að menn þyrftu að ýta til hliðar væringum yfir þeirri lýðræðislegu niðurstöðu sem þá lægi fyrir.
Skinhelgi.
Vilhjálmur fékk listann í hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |