21.11.2008 | 15:53
Vanþakklæti og skammsýni
Að það skuli yfir höfuð einhver fást til að bjóða sig fram til Alþingis (hvað þá að um hvert sæti skuli vera hart barist):
- Mind-numbingly boring tuð alla daga,
- óreglulegur vinnutími, gjarnan fram á miðja nætur þegar loksins á að afgreiða mál rétt fyrir jól eða vor,
- ekkert atvinnuöryggi,
- rándýr prófkjör skilyrði þess að vinnusamningurinn fáist framlengdur
og það sem er ömurlegast af öllu:
- gjörsamlega gerspillt og vanþakklátt kjósendapakk sem heldur að það sé eitt í heiminum, gerir sér enga grein fyrir að við erum að ganga í gegnum heimskreppu og að þetta fólk er að gera sitt besta til að halda þjóðarskútunni á floti.
Reiði almennings? PAH! Þeir sem raunverulega fara halloka í þessu óveðri og eiga vart til hnífs og skeiðar sitja ekki og blogga í vælutón lon og don. Þið sem það gerið ættuð hins vegar að leggja frá ykkur latte-ið ykkar og hunskast til að fara að gera landi og þjóð gagn í stað þess að riðlast á eina fólkinu sem enn nennir að reyna að gera eitthvað fyrir þessa þjóð og fær ekkert fyrir nema skít og skömm.
Ráðherrar boða blaðamannafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.